LEXIA orðabókin
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 annar fn
 
framburður
 beyging
 1
 
 (einn af tveimur)
 um tvo eða tvennt, hliðstætt, nafnorðið (oftast) með greini
 l'un
 annar handleggurinn reyndist vera brotinn
 
 l'un de ses bras s'avéra fracturé
 þau keyptu bara miða aðra leiðina
 
 ils n'ont acheté qu'un billet aller
 hann var með hring í öðru eyranu
 
 il avait un anneau à l'une de ses oreilles
 ég var í skóla með öðrum tvíburanna
 
 j'étais à l'école avec l'un des jumeaux
 annar ... hinn
 
 l'un... l'autre
 það lágu tvær bækur á borðinu, önnur var skáldsaga og hin ljóðabók
 
 deux livres étaient couchés sur la table, l'un était un roman et l'autre, un recueil de poèmes
 annar strákurinn er sonur okkar en hinn er besti vinur hans
 
 l'un des deux garçons est notre fils et l'autre est son meilleur ami
 annað herbergið var málað gult en hitt grænt
 
 l'une des chambres a été peinte en jaune et l'autre, en vert
 2
 
 (aukalegur, hinn)
 autre
 meðlimir félagsins fá tímaritið frítt en aðrir þurfa að kaupa það
 
 les membres de l'association obtiennent gratuitement la revue mais les autres doivent l'acheter
 þau keyptu gulrætur, rófur og annað grænmeti á markaðnum
 
 ils ont acheté des carottes, des navets et d'autres légumes au marché
 okkur fannst gisting og önnur þjónusta vera mjög dýr
 
 on a trouvé que l'hébergement et les services étaient très chers
 enn annar
 
 encore un autre
 einn var keyptur, annar leigður og enn annar tekinn í leyfisleysi
 
 un était acheté, un autre loué et encore un autre pris sans permission
 3
 
 (í samanburði)
 par contraste ; dans une comparaison
 sumir eru alltaf á ferð og flugi en aðrir vilja helst alltaf vera heima hjá sér
 
 certains sont toujours en mouvement mais d'autres préfèrent être toujours chez soi
 það er enginn einn tími betri en annar fyrir mig
 
 il n'y a pas d'heure meilleure qu'une autre pour moi
 þeir höguðu sér bara eins og aðrir gerðu
 
 ils se comportaient seulement comme les autres
 tvær ferðir eru minnisstæðari en aðrar
 
 deux voyages sont plus mémorables que les autres
 ég vil helst fá frí um helgar eins og aðrir
 
 j'aimerais avoir les week-end de congé comme les autres
 öðrum fremur
 
 particulièrement
 þetta mál er öðrum fremur erfitt úrlausnar
 
 cette affaire est particulièrement difficile a résoudre
 4
 
 (til viðbótar)
 óformlegt
 une plaisanterie de plus
 kanntu annan?
 
 tu plaisantes ?
  
 annar eins <maður>
 
 un <homme> pareil
 þau höfðu aldrei fundið annan eins ilm
 
 ils n'avaient jamais senti un parfum pareil
 engin leiksýning hefur haft önnur eins áhrif á mig
 
 jamais une représentation ne m'a autant boulversé
 hefurðu nokkurn tíma heyrt aðra eins dellu?
 
 as-tu déjà entendu une connerie pareille ?
Athugið að orðabókin er enn í vinnslu og að sum orðin hafa ekki enn verið þýdd
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík
© Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum