Íslenzk-rússnesk orðabók (1962)
eftir Valeríj P. Bérkov Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Orð mánaðarins

Velkomin á heimasíðu Íslenzk-rússneskrar orðabókar

Íslenzk-rússnesk orðabók er samin af Valéríj P. Bérkov með aðkomu Árna Böðvarssonar. Bókin kom út árið 1962 og er fyrir löngu uppseld.

Í orðabókinni eru um 36 þúsund uppflettiorð. Kjarnaorðaforði íslensku er til staðar (t.d. maður, sjór, hús, sól) en orðabókin ber þess ýmis merki að vera áratuga gömul. Bæði eru í verkinu talsverður orðaforði sem er gamaldags og tilheyrir tæplega nútímaorðaforðanum og jafnframt vantar mikið af nýlegri orðum, m.a. þeim sem snerta tölvur og tækni. Vinnubrögð við orðabókina voru öll mjög vönduð og það er áhugavert að kynnast því hvernig orðaforði íslensku hefur þróast á þeim 60 árum síðan hún var unnin.

Vefútgáfa orðabókarinnar sem hér er birt er unnin hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Vinna við hana hófst sumarið 2016 þegar rússneskudeild Háskóla Íslands hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að koma verkinu í tölvutækt form. Athugið að vefútgáfan er enn í vinnslu.


Prófið að velja "orð mánaðarins" að ofan.
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík