LEXIA orðabókin
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skilja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 comprendre
 hún skilur rússnesku
 
 elle comprend le russe
 ég skil ekki hvað hann meinar
 
 je ne comprends pas ce qu'il veut dire
 nemendurnir skildu ekki baun í ljóðinu
 
 les élèves ne comprenaient rien au poème
 ég skildi hana vel þegar hún hætti í náminu
 
 je la comprenais bien quand elle a décidé d'arrêter les études
 eins og gefur að skilja
 
 naturellement, bien entendu
 brúin er mjög mikilvæg eins og gefur að skilja
 
 bien entendu, le pont est très important
 2
 
 séparer, diviser
 mikið fljót skilur löndin tvö
 
 un grand fleuve divise les deux pays
 vegfarendur skildu áflogaseggina
 
 des passants séparèrent les bagarreurs
 umferðareyjar skilja í sundur akbrautirnar
 
 des îlots centraux séparent les voies de circulation
 herbergið er skilið í sundur með bókaskápum
 
 la pièce est divisée en deux par des bibliothèques
 <hér> skilur leiðir
 
 les chemins divergent <ici>
 á torginu skildi leiðir okkar, ég fór niður að ánni
 
 nos chemins ont divergé sur l'esplanade, je suis descendu vers la rivière
 <sósan> skilur sig
 
 <la sauce> ne prend pas
 3
 
 se quitter, se séparer
 við skildum á flugvellinum
 
 nous nous sommes quittés à l'aéroport
 4
 
 divorcer
 þau hafa ákveðið að skilja
 
 ils ont décidé de divorcer
 þau skildu fyrir 5 árum
 
 ils ont divorcé il y a cinq ans
 5
 
 skilja + að
 
 skilja <þá> að
 
 <les> séparer
 systkinin voru skilin að í bernsku
 
 les frères et sœurs ont été séparés dès l'enfance
 6
 
 skilja + eftir
 
 skilja <bréfið> eftir
 
 laisser <la lettre> (quelque part)
 hann skildi bílinn eftir heima og gekk í vinnuna
 
 il a laissé la voiture chez lui et s'est rendu au travail à pied
 geturðu skilið lykilinn eftir á borðinu?
 
 peux-tu laisser les clés sur la table ?
 hún skildi hundinn eftir einan heima
 
 elle a laissé le chien seul à la maison
 7
 
 skilja + frá
 
 skilja sig frá <hinu>
 
 se distinguer de <l'autre>
 plantan skilur sig frá öðrum tegundum þar sem blómin eru gul
 
 la plante se distingue des autres espèces par ses fleurs jaunes
 8
 
 skilja + í
 
 skilja ekkert í <þessu>
 
 ne rien comprendre à <cela>, n'<y> rien comprendre
 hún skilur ekkert í sænsku
 
 elle ne comprend rien au suédois
 ég skil ekkert í þér að vera svona reiður
 
 je ne comprends pas du tout pourquoi tu te mets dans une telle colère
 9
 
 skilja + út undan
 
 skilja <hana> út undan / útundan
 
 laisser <quelqu'un> pour compte, oublier <quelqu'un>
 ekkert barn var skilið út undan þegar jólagjöfunum var útbýtt
 
 aucun enfant n'a été laissé pour compte lorsque les cadeaux de Noël ont été distribués
 10
 
 skilja + við
 
 a
 
 skilja við
 
 décéder, mourir
 sjúklingurinn skildi við klukkan fjögur
 
 le patient est décédé à quatre heures
 b
 
 skilja við <hana>
 
 se séparer <d'elle> (aller dans une autre direction qu'elle)
 ég skildi við hann á bókasafninu
 
 nous nous sommes séparés à la bibliothèque
 c
 
 skilja við <maka sinn>
 
 divorcer de <son époux/épouse>
 hann skildi við hana vegna ósamkomulags þeirra
 
 il a divorcé d'elle en raison de leur mésentente
 d
 
 skilja <vel> við <húsið>
 
 laisser <la maison> <en bon état>
 e
 
 skilja <úrið> aldrei við sig
 
 ne jamais se séparer de <la montre>
 ég skil þennan hring aldrei við mig
 
 je ne me sépare jamais de cette bague
 skiljast, v
 skilinn, adj
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík
© Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum