LEXIA orðabókin
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kippur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 (rykkur)
 snögg hreyfing, rykkur, hnykkur
 kippir komu í andlit hennar
 taka kipp
 2
 
 (jarðskjálfti)
 vægur jarðskjálfti
 kippurinn var það mikill að fólk vaknaði af svefni
 3
 
 (spölur)
 nokkur spölur, nokkur vegalengd
 það er talsverður kippur út að fossinum
  
 hjartað tekur kipp
 
 hjartað slær auka slag
 vera í kippnum
 
 vera svolítið undir áhrifum víns
 <salan> tekur kipp
 
 hún eykst snögglega
Athugið að orðabókin er enn í vinnslu og að sum orðin hafa ekki enn verið þýdd
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík
© Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum