LEXIA orðabókin
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hver annar fn
 
framburður
 1
 
 l'un l'autre
 strákarnir mönuðu hver annan upp
 
 les garçons se lançaient des défis les uns les autres
 börn eru lík hvert öðru þegar þau eru dúðuð í kuldagalla
 
 les enfants se ressemblent tous lorsqu'ils sont emmitouflés dans leurs combinaisons
 þær leiddust til að týna ekki hver annarri í troðningnum
 
 elles se tenaient la main pour ne pas se perdre dans la bousculade
 krökkunum þótti mjög vænt um hvert annað
 
 les enfants s'aimaient beaucoup les uns les autres
 2
 
 hver ... annar
 fólk rakst hvert í annað í þrengslunum
 starfsmennirnir litu undrandi hver á annan
 3
 
 þú getur alveg komist yfir ána eins og hver annar
 fólk leit á frásögnina sem hverja aðra slúðursögu
 þeir höguðu sér eins og hverjir aðrir dónar
 þetta er ekki verri tilgáta en hver önnur
 4
 
 þarna var hver tertan annarri glæsilegri
 meðfram veginum stóð hver kofinn öðrum verri þótt greinilega væri búið í þeim
 5
 
 hver af öðrum
 
 de suite, l'un après l'autre
 hún opnaði skúffurnar hverja af annarri en fann ekki ausuna
 hver (á) eftir öðrum
 
 þeir roguðust með hvern pokann á eftir öðrum þangað til þeir voru orðnir uppgefnir
 hver á fætur öðrum
 
 de suite
 leikarinn fékk hvert hlutverkið á fætur öðru og þótti standa sig vel
 stelpan las hverja bókina á fætur annarri
 hver <atburðurinn> rekur annan
 
 á sviði fjarskipta hefur hver nýjungin rekið aðra undanfarna áratugi
 hver <atburðurinn> tekur við af öðrum
 
 í útvarpinu tók hvert lagið við af öðru
Athugið að orðabókin er enn í vinnslu og að sum orðin hafa ekki enn verið þýdd
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík
© Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum