LEXIA orðabókin
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Leiðbeiningar um notkun orðabókarinnar



Í ISLEX eru um 50 þúsund uppflettiorð. Þau eru á íslensku.
Markmál er sameiginlegt heiti á þýðingarmálunum í ISLEX, þ.e. dönsku, norsku og sænsku.

1. Notendahamur

Fliparnir efst til hægri segja til um notendaham (notendaprófíl) ISLEX. Í boði eru íslenska, danska, norska (bókmál), nýnorska og sænska. Ef skipt er um ham birtist vefsíðan á því tungumáli sem valið er. Til dæmis er hægt að velja svenska og eru þá allir textar vefsíðunnar á sænsku, og markmálið sem kemur upp er sænska (nema annað mál sé valið).

2. Orðabók valin

Fánarnir eru hnappar til að velja orðabók. Sjálfgildi orðabókar fer eftir notendaham hverju sinni. Ef notandi er á danskri ISLEX-síðu er markmálið sjálfkrafa danska, þ.e. valin orðabók er íslensk-dönsk. Hægt er að skipta um markmál með því að velja annan tungumálafána. Ef smellt er á hnappinn allar sjást öll tungumálin í einu.

val á orðabók


3. Leit í orðabókinni

3.1 Loðin leit

Eftirfarandi bókstafir eru jafngildir í leit:

a / á / å / ä
e / é
i / í / y / ý
o / ó / ö / ø
u / ú
d / ð
t / þ

Þetta getur auðveldað þeim sem ekki hafa íslensku að móðurmáli að nota orðabókina, svo og þeim sem ekki eru með þessa stafi á lyklaborði sínu.

Hægt er að slökkva á þessari hegðun með því að fara í flóknari leit (sjá 4. að neðan) og taka burt hakið við loðin leit. Er þá gerður fullur greinarmunur á bókstöfunum að ofan.

3.2 Leit að uppflettiorði

Sláið inn orð í leitarreitinn. Hægt er að nota stjörnu (*) sem algildistákn hvar sem er í stafastrengnum. Dæmi:

tré
tré*
*tré

Í mörgum tilvikum er hægt að slá inn sögn með smáorði í leitarreitinn, t.d.:

leggjast gegn
líta út
segja upp
telja fram

Þetta er oft hægt að gera þegar sögnin og smáorðið mynda saman fast orðasamband.

3.3 Almennt um leitina

Leit að orði skilar þrenns konar niðurstöðum: flettu, orðmynd og jafnheiti markmáls. Sé t.d. slegið inn orðið skál kemur upp eftirfarandi listi:

niðurstöður leitar


Fyrst birtist uppflettiorðið skál, því næst íslenska orðmyndin skal (1.p.nt. af so. skulu), og loks norsku, dönsku og sænsku orðin skal, skål og skäl.

3.4 Leit í markmáli

Niðurstöður úr leit fara eftir þeim notendaham sem í gildi er, þ.e. því tungumáli vefsíðunnar sem valið hefur verið. Ef notandi er t.d. í dönskum ham (á danskri síðu ISLEX) skilar leitin bæði íslenskum orðum og orðmyndum, og einnig dönskum jafnheitum ef þau koma fyrir sem þýðingarorð. Notandinn velur svo úr niðurstöðulistanum. Leit að 'land' má sjá á myndinni að neðan.

leitarniðurstöður í dönskum ham

Á næstu mynd er leitað að 'stor' og valin norska (bókmál):

leitarniðurstöður í norskum ham

Á næstu mynd er leitað að 'land' og valin sænska:

leitarniðurstöður í sænskum ham

Ef stillt er á íslenskan notendaham og leitað er að 'land' birtast auk íslenskunnar jafnheiti á markmálunum:

niðurstöður leitar í íslenskum ham Leitarniðurstöður í íslenskum ham

3.5 Málfræði markmála

Ef músarbendli er rennt yfir jafnheiti í markmáli birtast í mörgum tilfellum beygingarendingar þess orðs:

beygingarendingar í sænsku
Beygingarendingar nafnorðs á sænsku.

beygingarendingar í sænsku
Beygingarendingar lýsingarorðs á sænsku.

beygingarendingar í sænsku
Beygingarendingar sagnorðs á sænsku.

Athugið að það er misjafnt eftir málum hvort og hvaða beygingarendingar eru sýnilegar. Í sænsku eru eftirfarandi orðmyndir sýndar:

Nafnorð: óákveðinn greinir og nafnorðið; nafnorðið með ákveðnum greini; fleirtala; fleirtala með greini.
Lýsingarorð:orðið í hvorugkyni; orðið í fleirtölu; orðið í miðstigi; orðið í efsta stigi.
Sagnorð:orðið í þátíð; sagnbót (lýsingarháttur þátíðar); orðið í 3. persónu eintölu nútíð.

4. Flóknari leit

Venjulega er leitarformið eins og á fyrri myndinni:

venjuleg leit

Hægt er að styðja á hnappinn flóknari leit. Við það stækkar leitarformið og lítur svona út:

flóknari leit

Þegar flóknari leit er opin eru fleiri möguleikar í boði, Hægt er að:
  • Slökkva á leit að uppflettiorði (þá er bara leitað að erlendu jafnheiti).
  • Slökkva á leit að jafnheiti (bara leitað að íslensku uppflettiorði og orðmynd þess).
  • Kveikja á leit í texta, en þá finnast orð eða stafastrengir sem koma fyrir í notkunardæmum og orðasamböndum.
  • Slökkva á loðinni leit, sem annars er sjálfgildið í allri leit.
  • Velja markmálin sem leitað er í (í hægri dálki) með því að haka við eða slökkva á reitunum danska, norska, nýnorska og sænska.


© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík
© Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum