LEXIA orðabókin
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gefa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 donner (<quelque chose> à <quelqu'un>)
 offrir (<quelque chose> à <quelqu'un>)
 hann gaf henni hring
 
 il lui a donné un anneau
 þau gáfu afmælisbarninu góða gjöf
 
 ils ont fait un beau cadeau d'anniversaire à l'intéressé
 mér var gefin þessi bók
 
 ce livre m'a été donné
 henni voru gefnir leðurhanskar
 
 on lui a donné des gants en cuir
 2
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 accorder, octroyer
 hann gaf mér leyfi til að skreppa frá
 
 il m'a accordé l'autorisation de m'absenter
 þeir gefa okkur kost á að andmæla
 
 ils nous accordent le droit de contradiction
 vinnustaðurinn gefur frí í dag
 
 sur le lieu de travail, un jour de congé est octroyé aujourd'hui
 föngunum var gefið frelsi
 
 les détenus ont été libérés
 3
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 donner à manger (à <quelqu'un>)
 nourrir
 ég þarf að gefa kettinum
 
 je dois nourrir le chat
 hann gaf gestinum að borða
 
 il a servi un repas au visiteur
 hún gaf börnunum súpu og brauð
 
 elle a donné de la soupe et du pain aux enfants
 gestunum var gefið vín og snittur
 
 on a servi du vin et des canapés aux invités
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig
 
 céder
 gamla brúin gaf sig undan vörubílnum
 
 le vieux pont a cédé sous le poids du camion
 vatnsrör gaf sig í frostinu
 
 une canalisation d'eau n'a pas résisté au gel
 þessir skór eru farnir að gefa sig
 
 ces chaussures sont devenues bien usées
 5
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig á vald <tilfinningunum>
 
 donner libre cours à <ses sentiments>
 6
 
 fallstjórn: þágufall
 gefa sér <þetta>
 
 admettre <cela>
 gefum okkur að allir jöklar á landinu bráðni, hvað verður þá?
 
 admettons que tous les glaciers du pays fondent, qu'adviendra-t-il alors ?
 7
 
 það gefur <góðan byr>
 
 on a le vent en poupe
 það gefur á bátinn
 
 les vagues éclaboussent le bateau
 8
 
 gefa + að
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig að <þessu>
 
 s'adonner à <quelque chose>
 hún hefur gefið sig alveg að góðgerðarmálum
 
 elle se consacre entièrement aux œuvres humanitaires
 9
 
 gefa + af
 
 <jörðin> gefur <lítið> af sér
 
 <l'exploitation agricole> est <chiche>
 10
 
 gefa + á
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig á tal við <hana>
 
 s'adresser (à <quelqu'un>)
 ég gaf mig á tal við lögregluþjón
 
 je me suis adressé à un agent de police
 11
 
 gefa + eftir
 
 gefa eftir
 
 1
 
 céder
 launþegar ætla ekkert að gefa eftir í samningunum
 
 les salariés ne vont rien céder lors des négociations
 2
 
 donner à l'usage, prêter à l'usage
 buxurnar eru þröngar en efnið gefur vel eftir
 
 le pantalon est étroit mais le tissu s'adapte bien
 gefa <honum> <ekkert> eftir
 
 fallstjórn: þágufall
 être <son> égal
 hún er góð í skák en hann gefur henni ekkert eftir
 
 elle est douée pour les échecs mais il n'a rien à lui envier
 ódýru þvottavélarnar gáfu þeim dýru lítið eftir í könnunum
 
 selon les sondages, les lave-linges bon marché n'étaient pas vraiment inférieurs aux lave-linges plus onéreux
 12
 
 gefa + fram
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa sig fram
 
 se présenter
 tvö vitni að árekstrinum hafa gefið sig fram
 
 deux personnes se sont présentées comme témoins de la collision
 þjófurinn gaf sig fram við lögregluna
 
 le voleur s'est livré à la police
 13
 
 gefa + frá
 
 gefa frá sér <lykt>
 
 dégager <une odeur>
 blómin gefa frá sér sæta angan
 
 les fleurs dégagent un doux parfum
 hvalir geta gefið frá sér hátt hljóð
 
 les baleines peuvent émettre des sons puissants
 gefa frá sér <verkefnið>
 
 rejeter <le projet>
 14
 
 gefa + fyrir
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa <mikið> fyrir <hestinn>
 
 payer <un prix élevé> pour le cheval
 hvað gáfuð þið fyrir þennan bíl?
 
 combien avez-vous payé pour cette voiture?
 gefa <ekki mikið> fyrir <orð hans>
 
 <ne pas> attacher de valeur <à ses mots>
 15
 
 gefa + inn
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 gefa <henni> inn lyf
 
 <lui> administrer un médicament
 16
 
 gefa + í
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa í
 
 accélérer
 hún gaf í þegar þorpið var að baki
 
 une fois passé le village, elle a accéléré
 gefa sig í <þetta>
 
 s'adonner à <quelque chose>
 17
 
 gefa + saman
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa <þau> saman
 
 célébrer <leur> mariage, <les> marier
 þau voru gefin saman í lítilli kirkju
 
 ils ont été mariés dans une petite église
 18
 
 gefa + til baka
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 gefa <honum> <smápeninga> til baka
 
 <lui> rendre la monnaie
 búðarkonan gaf mér of lítið til baka
 
 la caissière m'a rendu trop peu de monnaie
 19
 
 gefa + upp
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa <þetta> upp
 
 révéler <cela>
 maðurinn sem hringdi gaf ekki upp rétt nafn
 
 celui qui a appelé n'a pas décliné son vrai nom
 hún vill ekki gefa upp aldur sinn
 
 elle ne veut pas révéler son âge
 gefa upp <tekjur sínar>
 
 remplir <sa feuille d'impôts>
 20
 
 gefa + út
 
 fallstjórn: þolfall
 gefa út <bækur>
 
 publier <des livres>
 bókin er gefin út í stóru upplagi
 
 le livre est publié à grand tirage
 gefast, v
 gefinn, adj
 uppgefinn, adj
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík
© Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum